Fara beint í efnið

Götulokanir í Reykjavík vegna Norðurlandaráðsþings

Lokanir og takmarkanir - Kort

Á meðan þinginu stendur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu í miðborg Reykjavíkur. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti lokast einnig. Tjarnargata á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað.

Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður einnig lokað fyrir allri umferð.

Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14 og verður um tvístefnuakstur að ræða um opna hlutann á Tjarnargötu.

Öll umferð innan lokunarsvæðis er bönnuð.

Lokunarsvæði

Tímabil götulokana:
Mánudagur 28. október frá kl. 08:00
Miðvikudaginn 30.október kl. 16:00 verður öllum lokunum aflétt

Tímabil lokunar bílastæðahúss við Ráðhús Reykjavíkur:
Mánudagur 28. október frá kl. 08:00
Miðvikudaginn 30.október kl. 16:00 verður lokun aflétt

Ráðhús Reykjavíkur verður einnig lokað almenningi frá laugardeginum 26. október til og með fimmtudeginum 31. október.

Vegna götulokana munu eftirfarandi leiðir Strætó; 1, 2, 3, 6, 11, 12, 13 og 55 aka hjáleið þar sem Vonarstræti verður lokað. Gildir þetta frá kl. 8:00 frá mánudeginum 28. október til kl. 16:00 miðvikudaginn 30. október.

  • Leiðir 1, 2, 3, 6, 11 og 12 munu aka hjáleið um Skothúsveg og Fríkirkjuveg.

    • Óvirkar biðstöðvar: Ráðhúsið

  • Leið 13 mun fara hjáleið um Mýrargötu og Ægisgötu á leið út á Öldugranda. Á leið sinni til Sléttuvegar fer leiðin hjáleið um Suðurgötu, Skothúsveg og Fríkirkjuveg.

    • Óvirkar biðstöðvar: Ráðhúsið

  • Leið 55 mun aka hjáleið um Sóleyjargötu og Skothúsveg.

    • Óvirkar biðstöðvar: Ráðhúsið og Hallargarður.

Lokanir við Þingvelli mánudaginn 28. október

Vegna fundar forsætisráðherra Norðurlandanna verða verulegar takmarkanir á umferð ökutækja og hjólandi vegfarenda um Þingvelli mánudaginn 28. október. Þá verður öll umferð gangandi vegfarenda bönnuð.

Fundurinn er haldinn í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem er haldið í sömu viku.
Það verður heimilt að aka til austurs um Þingvallaveg en lokað verður fyrir umferð til vesturs frá gatnamótum Þingvallavegar/Lyngdalsheiðar að gatnamótum Þingvallavegar/Grafningsvegar.
Allri umferð til vesturs um Lyngdalsheiði frá Laugarvatni verður beint til suðurs við áðurnefnd gatnamót og niður á Biskupstungnabraut

Þjónustumiðstöð á Leirum verður opin en Vallavegur frá þjónustumiðstöð verður lokaður. Öll umferð um Þinghelgi verður óheimil, auk þess sem aðkoma að Haki og Silfru verða lokuð.
Lokanir taka gildi kl. 07:00 mánudaginn 28. október og gilda til miðnættis.

Bann við drónaflugi 28.- 31. október

Óheimilt er að fljúga drónum á þremur svæðum í samræmi við neðangreint. Ekki verða gefnar út undanþágur eða heimildir til neinna á þessum tíma. Drónabannið gildir líka um fjölmiðla.

Engar hæðartakmarkanir eru á banninu.

1. Miðborg Reykjavíkur

Bannið gildir frá klukkan 08:00 þann 28. október 2024 til klukkan 18:00 þann 30. október 2024.

Drónabann-Reykjavík

2. Þingvellir

Bannið gildir frá klukkan 15:00 til 22:00 þann 28. október 2024.

Drónabann-Þingvellir

3. Bessastaðir

Bannið gildir frá klukkan 07:30 til 09:30 þann 29. október 2024.

Drónabann-Bessastaðir

Sjá nánar: Bann við drónaflugi 28.-31. október | Samgöngustofa