Fara beint í efnið

Umsókn um starfsleyfi Vinnueftirlitsins

Sækja um starfsleyfi

Allir sem hefja rekstur fyrirtækis eða breyta rekstri eldra fyrirtækis, þurfa starfsleyfi frá Vinnueftirlitinu og umsögn um hvort fyrirhuguð starfsemi sé í samræmi við lög og reglur varðandi aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Umsókn um starfsleyfi

Fylla þarf út upplýsingar um:

  • Fyrirtæki eins og: nafn og kennitala.

  • Tegund leyfis eins og nýbygging, viðbygging eða breyting.

  • Hvaða starfsemi er fyrirhuguð.

  • Fjöldi starfsmanna.

  • Lýsing á starfsemi.

Fylgigögn

Umsókn um starfsleyfi þarf að fylgja samantekt um helstu atriði sem skipta máli fyrir starfsemina, eins og:

  • uppdrátt af húsakynnum

  • fyrirkomulag véla, tækja og annars búnaðar

  • afrit af iðnaðarleyfi

  • aðrar upplýsingar sem gætu skipt máli

Afgreiðslutími

Allt að 14 dagar.

Sækja um starfsleyfi

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið