Fara beint í efnið

Umönnunargreiðslur vegna langveikra eða fatlaðra barna

Umsókn um umönnunargreiðslur

Umönnunarkort

Umönnunarkort er gefið út þegar umönnunarmat er samþykkt, það má finna á PDF formi á Mínum síðum undir Mín skjöl.

Kortið sýnir fram á að viðkomandi barn er með umönnunarmat og á því rétt á niðurgreiðslu á læknisþjónustu.

Þegar barn er með umönnunarmat hafa læknar aðgang að þeim upplýsingum í gegnum sjúkratryggingakerfið þannig að óþarfi er að framvísa kortinu hjá þeim til að fá niðurgreiðslu.

Sveitarfélög og ýmis fyrirtæki veita afslætti af vörum og þjónustu gegn framvísun kortsins.

Umsókn um umönnunargreiðslur

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun