Fara beint í efnið

Hjónaband

Hjónavígsla hjá sýslumanni

Hjónavígsla getur farið fram innan 30 daga frá útgáfu könnunarvottorðs. Ef könnunarvottorð rennur út þurfa aðilar að fara í gegnum nýtt könnunarferli hjónavígsluskilyrða áður en af hjónavígslu getur orðið.

Löggiltir vígslumenn á Íslandi:

  • sýslumenn,

  • prestar þjóðkirkjunnar

  • forstöðumenn skráðra trúfélaga

  • forstöðumenn lífsskoðunarfélaga.

Ef hjónavígsla fer fram hjá sýslumanni skal greiða 11.000 krónur fyrir hjónavígslu sem fer fram á skrifstofu sýslumanns. Það fer eftir því á hvaða embætti sýslumanns hjónavígslan fer fram hvert á að greiða,

Hægt er að óska eftir að hjónavígslan fari fram utan skrifstofu sýslumanna og utan skrifstofutíma en það fer eftir aðstæðum hjá hverju embætti hvort hægt sé að verða við þeim óskum. Greiða þarf aukalega fyrir þá þjónustu samkvæmt gjaldskrá.

Í borgaralegum hjónavígslum er ekki nauðsynlegt að setja upp hringa. Leyfilegt er að koma með gesti, eftir því hvað húsakynni á hverjum stað leyfa. Sýslumannsembættið getur yfirleitt lagt til vígsluvotta, sé þess óskað.

Panta þarf tíma hjá embætti sýslumanns fyrir hjónavígslu, er það gert með því að hringja eða senda tölvupóst til þess embættis þar sem þú vilt að vígslan fari fram.

Hægt er að bóka tíma á netinu fyrir vígslu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hjónaefni geta komið með allt að 8 gesti til athafnar.

Að hjónavígslu lokinni sendir sýslumaður tilkynningu um hana til Þjóðskrár Íslands.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15