Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Gifting erlendis

Yfirlýsing sýslumanns vegna stofnunar hjúskapar erlendis

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum gefur út yfirlýsingu um að ekkert standi í vegi fyrir fyrirhugaðri stofnunar hjúskapar erlendis.

Fylgigögn

 Sýslumaður mun afla annarra nauðsynlegra gagna. 

Umsóknir á eyðublöðum

Ef umsækjandi er ekki með rafræn skilríki má hafa samband við Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum í síma 458 2900 eða senda tölvupóst á vey@syslumenn.is til að fá eyðublað afhent. 

Fylgigögn með eyðublaði
  • Afrit af vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, staðfest af sýslumanni

  • Hjúskaparstöðuvottorð frá Þjóðskrá Íslands

Afgreiðslutími umsóknar

Yfirlýsing sýslumanns er send í pósthólf umsækjanda á island.is eða með öðrum hætti sé þess sérstaklega óskað, innan 3ja virkra daga, ef öll skilyrði eru uppfyllt.

Staðfesting íslenskra skjala

Erlend yfirvöld geta farið fram á að íslensk skjöl og vottorð séu formlega staðfest af utanríkisráðuneytinu.  Nefnist slíkt vottun utanríksiráðuneytis apostille vottun, og er staðfesting á að þar til bært yfirvald á Íslandi hafi gefið út yfirlýsingu.  

Kostnaður

Umsækjandi greiðir sjálfur fyrir vottorð sem þurfa að fylgja umsókn og eftir atvikum apostille vottunar.

Yfirlýsing sýslumanns vegna stofnunar hjúskapar erlendis

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Sýslu­mað­urinn í Vest­manna­eyjum