Fara beint í efnið

Vottorð úr lögræðissviptingaskrá

Beiðni um vottorð samkvæmt lögræðislögum

Samkvæmt reglum nr. 690/2016, með síðari breytingum, halda yfirlögráðendur (sýslumenn, hver í sínu umdæmi) skrá um lögræðissvipta menn, lögráðamenn og ráðsmenn sem hluta af málaskrá sinni, sbr. 3. mgr. 82. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 og gefa út vottorð úr skránni.

  • Vottorð úr lögræðissviptingaskrá er ekki til prentunar á pappír, á því er rafrænt innsigli/stimpill og því þarf að afhenda það með rafrænum leiðum. Rafræna innsiglið tryggir að skjalið sé vottað, ef skjalinu er breytt á einhvern hátt, missir skjalið innsiglið/stimpilinn.

Til þess að sækja stafrænt lögræðissviptingavottorð þarf umsækjandi að vera með rafræn skilríki á Íslandi og vera eldri en 18 ára. Vottorð úr lögræðissviptingaskrá er fyrst um sinn einungis gefið út á íslensku. Vottorð úr lögræðissviptingaskrá er sent í pósthólf umsækjanda á Ísland.is.

Hvað kemur fram á vottorði úr lögræðissviptingaskrá?

Á vottorði úr lögræðissviptingaskrá kemur fram hvort einstaklingur hefur verið sviptur lögræði eða ekki.
Ef einstaklingur hefur ekki verið sviptur lögræði, fæst vottorð um að einstaklingur sé ekki á skrá yfir lögræðissvipta einstaklinga.
Hafi einstaklingur verið sviptur lögræði, kemur fram á vottorði hvort:

  • einstaklingur er á skrá yfir fjárræðis- og sjálfræðissvipta einstaklinga

  • einstaklingur er á skrá yfir fjárræðissvipta einstaklinga

  • einstaklingur er á skrá yfir sjálfræðissvipta einstaklinga.

Í öllum tilfellum sviptingar koma fram upplýsingar um sviptingartíma og hver er skipaður lögráðamaður viðkomandi einstaklings.

Hvað kemur ekki fram á vottorði úr lögræðissviptingaskrá?

Hafi einstaklingur verið sviptur fjárræði hvað varðar einstakar eignir, þarf að leita til yfirlögráðanda/sýslumanns til að fá upplýsingar um hvaða eignir er að ræða. Það sama á við ef einstaklingi hefur verið skipaður ráðsmaður til að sjá um einstakar eignir.

Nánari upplýsingar um lögræðisviptingar má finna hér á vefnum, um lögráðamál. Eingöngu þeir sem eru með rafræn skilríki á Íslandi eða íslenska kennitölu geta sent beiðni um útgáfu vottorðs úr lögræðissviptingaskrá rafrænt. Einstaklingur sem uppfyllir ekki þau skilyrði þarf að mæta á skrifstofu sýslumanns og framvísa persónuskilríkjum.

Apostille vottun á prentað vottorð úr lögræðissviptingaskrá

Þar sem stafrænt vottorð úr lögræðissviptingaskrá er einungis með rafrænan stimpli/undirskrift er ekki hægt að apostille votta það. Ef þú þarft apostille vottun á skjal sem nota á erlendis þarf að nálgast vottorð úr lögræðissviptingarskrá á skrifstofu sýslumanns og láta votta það hjá utanríkisráðuneytinu.

Beiðni um vottorð samkvæmt lögræðislögum

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15