Fara beint í efnið

Sóttvarnalæknir hefur umsjón með öryggisbirgðum búnaðar s.s. lyfja og hlífðarbúnaðar til að bregðast við farsótt eða annarri vá (sbr. reglugerð um sóttvarnaráðstafanir nr. 817/2012) sem keyptar voru af íslenska ríkinu. Á hlífðarbúnaðarlagernum eru hlífðargrímur (FFP2 og FFP3) af ýmsum gerðum, hlífðargleraugu, hlífðarsloppar, hlífðarsvuntur, hlífðarsamfestingar og hanskar.

Tilgangurinn er að geta brugðist skjótt við ef skyndilega brestur á smitandi ástand í þjóðfélaginu, t.d. alvarlegur faraldur inflúensu, og verja þarf starfsfólk sem sinnir veiku fólki, gegn smiti. Sóttvarnalæknir annast úthlutanir af lagernum samkvæmt áhættumati. Óskum um búnað af lagernum er hægt að koma á framfæri í síma 510-1933 og á netfanginu svl@landlaeknir.is.

Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsmenn þekki smitleiðir smitsjúkdóma og hvaða búnaður er nauðsynlegur til að verjast smiti. Í sumum tilfellum nægir að nota hanska og einnota plastsvuntur. Í öðrum tilfellum þegar fyrirbyggja þarf úðasmit eru þéttar hlífðargrímur nauðsynlegar. Við umönnun sjúklinga með smitsjúkdóma sem hafa alvarlegar afleiðingar s.s. ebóla og aðrar hitabeltissóttir þarf að nota hámarks viðbúnað.



Þjónustuaðili

Embætti land­læknis