Stofna meðmælasöfnun vegna framboðs til Alþingis 2024
Framboð sem hafa fengið úthlutuðum listabókstaf frá dómsmálaráðuneytinu geta stofnað rafræna meðmælasöfnun fyrir framboð sín í öllum kjördæmum.
Þeir einstaklingar sem hafa prókúru geta skráð sig inn á Ísland.is í umboði framboðsins og stofnað meðmælasöfnun.
Hægt er að velja umsjónaraðila inni í kerfinu sem hefur aðgang að söfnunum í öllum kjördæmum og getur slegið inn kennitölur meðmælenda af blaði.
Þegar meðmælasöfnun hefur verið stofnuð geta einstaklingar skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og mælt með framboði.
Í kerfinu verður til hlekkur sem hægt er að afrita og deila og auðvelda þannig fólki að mæla með tilteknum framboðum.
Þegar framboð skila inn tilkynningu um framboð til landskjörstjórnar skal þess getið að meðmælum hafi verið safnað rafrænt. Hægt er að nálgast skýrslu um stöðu söfnunar inni í kerfinu.
Óheimilt er að afrita, miðla eða nýta upplýsingar um meðmælendur í nokkrum öðrum tilgangi en að safna þeim til þess að skila inn framboði.
Landskjörstjórn ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga sem unnið er með í þeim tilgangi að auðkenna frambjóðendur og meðmælendur. Hér má nálgast persónuverndarstefnu landskjörstjórnar.
Frestur til að stofna meðmælasöfnun er runninn út
Listabókstafir sem úthlutað hefur verið eru:
B-listi (Framsóknarflokkur)
C-listi (Viðreisn)
D-listi (Sjálfstæðisflokkur)
F-listi (Flokkur fólksins)
J-listi (Sósíalistaflokkur Íslands)
L-listi (Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt)
M-listi (Miðflokkurinn)
O-listi (Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn)
P-listi (Píratar)
S-listi (Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands)
V-listi (Vinstrihreyfingin – grænt framboð)
Y-listi (Ábyrg framtíð)
Ef þú ferð fyrir stjórnmálasamtökum sem hyggjast bjóða fram til Alþingis og er ekki á listanum er fyrsta skrefið að fá úthlutuðum listabókstaf hjá dómsmálaráðuneytinu.
Þjónustuaðili
Þjóðskrá