Mæla með framboðum til Alþingis 2024
Fólk með kosningarétt getur mælt með þeim framboðum sem hyggjast bjóða fram til Alþingis, en söfnun meðmæla er eitt skilyrða fyrir því að geta boðið fram.
Meðmæli eru yfirlýsing um stuðning við tiltekin framboð í ákveðnu kjördæmi.
Aðeins er hægt að mæla með einu framboði
Hægt er að afturkalla meðmæli þangað til að söfnunarfresti lýkur og mæla með öðru framboði
Ekki er hægt að afturkalla meðmæli að söfnunarfresti liðnum eða ef framboð hefur skilað inn gögnum áður en að söfnunarfrestur rennur út.
Einungis þau sem hafa kosningarétt geta verið meðmælendur.
Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann getur mælt með framboði.
Unnið er með persónuupplýsingar meðmælanda. Um þá vinnslu og meðferð upplýsinganna fer eftir persónuverndarstefnu landskjörstjórnar sem finna má hér.
Þjónustuaðili
Þjóðskrá