Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna

Mat og úthlutun

Fagráð metur umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum, greiningu á stöðu þekkingar, markmiði, nýnæmi, verkáætlun, reynslu og hæfni umsækjanda á fræðisviði verkefnisins.

Tekið er tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag.

Mikilvægt er að verkefnið sem sótt er um hafi vel skilgreind markmið og sé skipt í vel afmarkaða verkþætti.

Lýsa þarf hverjum verkþætti fyrir sig, tengingum við aðra verkþætti í verkefninu og áætla tíma sem fer í hvern verkþátt.

Lýsa skal í verk- og tímaáætlun helstu vörðum sem marka skil á milli áfanga í verkefninu.

Gera skal grein fyrir hvernig staðið verður að birtingu.

Ath. að einungis eru styrkt verkefni sem skrifuð eru á íslensku

Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Opnað er fyrir umsóknir minnst 4 vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest.