Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna

Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein. Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, fræðigreina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku á ýmsu formi. Krafan um íslensku á við allt ofannefnt.

Lýsing starfslauna og umsókn

Hægt er að sækja um starfslaun fyrir vinnu við eitt eða fleiri verkefni sem unnin eru samhliða og hafa útgáfu að langtímamarkmiði.

Styrktarflokkar eru fjórir; 3 mánuðir, 6 mánuðir, 9 mánuðir og 12 mánuðir.

Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna greiðir hvorki yfirvinnu vegna rannsókna, aðkeypta vinnu, né laun til þeirra sem eru jafnframt á fullum launum í öðrum störfum.

Fullt starf í skilningi þessara reglna miðast við 67% starf eða meira. Styrkþegi þarf því að taka launalaust leyfi frá störfum til að sinna verkefninu ef hann er í fullu starfi. Fyrir styrki til 3 og 6 mánaða er heimilt að vera í allt að 50% starfi.

Umsóknum skal skila á rafrænu formi í gegnum umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við umsóknum á öðru formi.

Innskráning í umsóknarkerfileiðbeiningar umsóknarkerfis

Finna má ítarupplýsingar hér í undirköflum (sjá valmynd).

Fyrispurnir sendist á netfangið sssf@rannis.is