Til að mega stunda atvinnuköfun þarf að hafa lokið prófi í atvinnuköfun frá aðila viðurkenndum af Samgöngustofu og gangast undir athugun á hæfni.
Kröfur fyrir atvinnuköfun
Vera orðinn 20 ára.
Standast með fullnægjandi hætti heilbrigðiskröfur.
Uppfylla menntunar- og hæfniskröfur.
Hafa gilt atvinnuköfunarskírteini útgefið af Samgöngustofu.
Útgáfa
Íslensk atvinnukafaraskírteini eru gefin út af Samgöngustofu og eru þau bæði á íslensku og ensku.
![](https://images.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/3EumKpWqbPFygVWxWteoW/2961b0d9c162e8528e5771ab1707a368/Samgongustofa-stakt-400-400.png)
Þjónustuaðili
Samgöngustofa