Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skilyrði fyrir komu útlendinga til Íslands

Tvíhliða samningar um framlengdan dvalartíma

Á grundvelli tvíhliða samninga er ferðamönnum frá eftirtöldum ríkjum heimilt að dvelja á Íslandi í allt að 3 mánuði umfram þá 90 daga sem þeim er heimilt að dvelja á Schengen-svæðinu.

  • Ástralía

  • Brasilía

  • Chile

  • Ísrael

  • Japan

  • Kanada

  • Malasía

  • Mexíkó

  • Nýja Sjáland

  • Suður-Kórea

  • Úrúgvæ

Umsækjendur um dvalarleyfi geta ekki framlengt dvöl á Íslandi á grundvelli tvíhliða samnings. Það er einnig óheimilt að sækja um dvalarleyfi í dvöl á Íslandi ef dvölin byggir á tvíhliða samningi. Heimild til dvalar fellur niður ef sótt er um dvalarleyfi meðan á dvöl á grundvelli tvíhliðasamnings stendur.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun