Leyfi til setu í óskiptu búi
Hverjir geta óskað skipta eftir að leyfi hefur verið gefið út
Eftirlifandi maki getur krafist skipta á búinu hvenær sem er. Hann þarf samþykki annarra erfingja til að skipta búinu með einkaskiptum en getur alltaf krafist opinberra skipta á búinu fyrir héraðsdómi.
Ef erfingi (stjúpbarn) var ófjárráða þegar leyfið var gefið út getur hann krafist skipta innan þriggja mánaða frá því hann nær 18 ára aldri.
Ef erfingi (stjúpbarn) hefur veitt samþykki sitt fyrir leyfinu getur hann krafist skipta með eins árs fyrirvara.
Ef erfingi sannar að eftirlifandi maki rýri efni bús með óhæfilegri fjárstjórn eða veiti tilefni til að óttast megi slíka rýrnun.
Ef maki hefur gefið óhæfilega háa gjöf miðað við efni búsins getur erfingi krafist þess við skipti á búinu að gjöfinni verði rift með dómi innan vissra tímamarka.
Ef erfingi sem á erfðahlut í óskiptu búi deyr eiga erfingjar hans sama rétt og hann hefði haft til að krefjast skipta á búinu.
Þjónustuaðili
Sýslumenn