Séreignarsparnaður nýttur við kaup á fyrstu íbúð
Spurt og svarað um nýtingu séreignarsparnaðar fyrir fyrstu íbúð
Umsókn um nýtingu séreignar vegna fyrstu kaupa þarf að berast innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings.
Eftir að umsókn er skilað inn fer hún í hefðbundið afgreiðsluferli sem er um 4-6 vikur.
Þú færð hnipp í tölvupósti um leið og niðurstaða liggur fyrir og getur nálgast hana á Þjónustuvef Skattsins.
Upphafsdagur nýtingar getur verið sá mánuður þegar þú byrjaðir með viðbótarlífeyrissparnað, en má vera síðar.
Upphafsdagur útborgunar getur náð allt aftur til júlí 2014.
Hafir þú átt meira en 30% eða stærri eignarhlutur í íbúðarhúsnæði á Íslandi á síðustu fimm árum er ekki hægt að fallast á umsókn þína.
Þessi skilyrði eiga aðeins við um íbúðarhúsnæði. Fallast má á umsókn hafir þú átt annarskonar húsnæði svo sem:
atvinnuhúsnæði
sumarhús
fasteign erlendis
erfða eign
minna en 30% eignarhlut
búseturétt á síðustu fimm árum
Úrræðið er aðeins hægt að nýta til að eignast beinan eignarrétt sem eigandi. Því er ekki hægt að nýta úrræðið vegna kaupa á búseturétti.
Þú getur sótt um að hefja ráðstöfun séreignar inn á fasteignalán þótt þú eigir ekki inneign í séreignarsjóði.
Þannig munu framtíðargreiðslur séreignarsparnaðar greiðast sjálfkrafa inn á íbúðarlán. Umsókn um nýtingu séreignar má ekki berast síðar en 12 mánuðum frá undirritun kaupsamnings.
Ef þú kaupir annað íbúðarhúsnæði í stað hins selda innan tólf mánaða má halda áfram að greiða inn á lán vegna nýju eignarinnar. Skilyrði er að þetta gerist innan tíu ára tímabilsins, talið frá þeim tíma sem ráðstöfun hófst fyrst. Þetta er gert með því að breyta umsókninni á Þjónustuvef Skattsins.
Athugaðu að hámarkstími ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tengslum við kaup á fyrstu íbúð getur aldrei orðið lengri en tíu ár og er alltaf talið frá því tímamarki sem ráðstöfun hófst fyrst.
Séreignarsjóður þinn, sem vörsluaðili viðbótarlífeyrissparnaðar, sér alfarið um greiðslu séreignarsparnaðar.
Almennt er greitt inn á lán á mánaðarfresti en þó hafa vörsluaðilar heimild til að greiða á 3ja mánaða fresti.
Ef hámarki er náð innan ársins rennur það sem umfram er inn í þinn séreignarsjóð.
Þær greiðslur má svo taka út síðar og gilda þá almennar reglur um úttekt séreignarsparnaðar.
Ef greiðslur til lífeyrissjóðs falla niður hluta af tímabilinu er ekki hægt að ráðstafa inn á lán fyrir það tímabil. Hefjir þú greiðslur síðar getur mánaðarlega ráðstöfunin hafist aftur, en þá aðeins í þann tíma sem eftir er af samfellda tíu ára tímabilinu.

Þjónustuaðili
Skatturinn