Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sýslumenn Forsíða
Sýslumenn Forsíða

Sýslumenn

Sanngirnisbætur

Lög um sanngirnisbætur nr. 47/2010 féllu úr gildi þann 1. janúar 2024.

Um sanngirnisbótaverkefnið

Í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum um aðbúnað barna á vistheimilinu Breiðavík ákvað ríkisstjórnin í febrúar 2007 að framkvæma könnun á því hvernig rekstri vistheimilisins var háttað á árabilinu 1950–1979 og eftir atvikum hliðstæðra stofnana og sérskóla þar sem börn dvöldu. Með könnuninni var ætlunin að skapa forsendur til samfélagslegs uppgjörs vegna aðbúnaðar barna á vistheimilum á árum áður. Setta var á laggirnar sérstök nefnd, vistheimilanefnd, sem hafði það hlutverk.

Vistheimilanefnd vann á árunum 2008 - 2016 vandaðar skýrslur um fjölda vistheimila, stofnana og sérskóla og í kjölfarið voru greiddar sanngirnisbætur til um 1.200 einstaklinga og nemur samanlagður kostnaður vegna þess ríflega 3 milljörðum króna. Síðasta skýrsla vistheimilanefndar (2016) fjallaði um Kópavogshæli. Í henni komu fram meðal annars tillögur um framhald málsins að því er varðar aðrar stofnanir þar sem fötluð börn voru vistuð. Á árunum 2020-2023 voru greiddar bætur til hátt í 100 einstaklinga sem dvöldu á þessum stofnunum.

Þann 1. janúar 2023 féllu lög um sanngirnisbætur úr gildi.

Verkefni um greiðslu sanngirnisbóta er lokið og ekki eru að svo stöddu til áætlanir um að halda því áfram, en ákvörðun um það er í höndum Alþingis.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15