Fara beint í efnið

Þeir sem urðu fyrir varanlegum skaða á stofnunum fyrir fötluð börn á vegum hins opinbera fyrir 1. febrúar 1993 og sættu illri meðferð eða ofbeldi geta átt rétt á sanngirnisbótum.

Með lögunum er ætlað að stuðla að jafnræði milli fatlaðs fólks og tryggja að þeir sem voru vistaðir á sambærilegum stofnunum og Kópavogshæli, sem þegar hefur verið afgreitt, fái greiddar bætur að lagaskilyrðum uppfylltum.

Umsóknarferli

Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er falið að kalla eftir kröfum um sanngirnisbætur vegna stofnana sem falla undir lögin. Verkefnið hefst formlega þann 7. október 2021 með innköllun sem verður birt tvívegis í Lögbirtingablaði og útbreiddu dagblaði. Einstaklingar sem telja sig eiga rétt til bóta á grundvelli laganna hafa þrjá mánuði frá síðari birtingu auglýsingar til að sækja um sanngirnisbætur.

Krafist er sanngirnisbóta með því að fylla út umsóknareyðublað sem sýslumaður gefur út.

Umsóknir skulu sendar til:

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Gránugötu 4-6 
580 Siglufirði 

Þá má jafnframt skila umsókninni til tengiliðar verkefnisins, Ingibjargar Gyðu Guðrúnardóttur, sem er með aðstöðu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi.

Umsókn um sanngirnisbætur