Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sækja um leyfi fyrir öryggisþjónustu í atvinnuskyni

Á þessari síðu

Almennt

Til að annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni þarf leyfi ríkislögreglustjóra.

Öryggisþjónusta getur falist í:

  • Eftirliti með lokuðum svæðum og svæðum opnum almenningi, til dæmis með eftirlitsferðum vaktmanna eða myndavélum,

  • flutningi verðmæta,

  • að taka við og sinna boðum frá einstaklingum um aðstoð,

  • að taka við og sinna boðum frá viðvörunarkerfum vegna eldsvoða, vatnsleka, innbrots, hitastigs, rafmagnsleysis eða dæluvirkni,

  • vernd einstaklinga með lífvörðum.

Umsókn

Í umsókn þarf að koma fram:

  • Nafn umsækjanda og kennitala,

  • hvaða öryggisþjónustu umsækjandi hyggst sinna og ítarleg greinargerð um framkvæmd hennar,

  • yfirlýsing um að umsækjandi fullnægi skilyrðum til að fá leyfið.

Frekari upplýsingar sem þurfa að koma fram

Umsækjandi er einstaklingur

Þegar einstaklingur sækir um þarf viðkomandi að taka fram hvert lögheimili er og hvar starfstöð er.

Umsækjandi er skráð félag

Þegar félög sækja um þarf líka að taka fram:

  • Nafn og kennitölu framkvæmdastjóra,

  • nöfn og kennitölur þeirra sem eru í stjórn félagsins,

  • hvar félagið er með starfstöð.

Nauðsynleg fylgigögn

  • Einstaklingar: Sakavottorð umsækjanda.

  • Skráð félag: Sakavottorð framkvæmdastjóra og þeirra sem eiga sæti í stjórn félagsins. Ef nýr framkvæmdastjóri er ráðinn eða breyting verður á stjórn félags þarf að senda ríkislögreglustjóra tilkynningu um það innan 14 daga auk annarra nauðsynlegra gagna með umsókn.

  • Önnur gögn sem þykja nauðsynleg til að mat verði lagt á umsóknina.

Endurnýjun leyfis

Umsókn um endurnýjun á leyfi til að annast öryggisþjónustu skal skilað inn í samræmi við 1. og 2. mgr.

Lesa meira

Reglugerð um öryggisþjónustu

Lög um öryggisþjónustu

Þjónustuaðili

Lögreglan