Sækja um leyfi fyrir öryggisþjónustu í atvinnuskyni
Á þessari síðu
Ábyrgð leyfishafa vegna starfsfólks
Upplýsingar um starfsfólk
Sé þess óskað ber leyfishafa skylda til að veita ríkislögreglustjóra upplýsingar um hvaða starfsmenn hans sinna öryggisþjónustu og afrit af umsóknargögnum.
Sakavottorð
Þegar starfsmaður er ráðinn til að sinna framkvæmd öryggisþjónustu skal viðkomandi afhenda leyfishafa sakavottorð og önnur þau gögn sem nauðsynleg þykja til að mat verði lagt á hæfni starfsmanns til að gegna því starfi sem honum verður falið.
Starfsmaður skal einnig afhenda leyfishafa nýtt sakavottorð á tveggja ára fresti eða oftar ef efni eru til.
Fræðsla
Leyfishafi skal sjá til þess að starfsfólk sem sinnir framkvæmd öryggisþjónustu fái nauðsynlega fræðslu svo það geti sinnt starfinu með viðunandi hætti.
Starfsfólk á að fá viðeigandi fræðslu um hjálp í viðlögum.
Einkennandi klæðnaður
Starfsmaður leyfishafa, sem sinnir framkvæmd öryggisþjónustu, skal í störfum sínum klæðast einkennisklæðnaði eða bera á sér greinilegt merki sem gefur starf hans til kynna. Skal þess gætt að einkennisklæðnaði svipi ekki til einkennisbúnings lögreglumanna.
Skilríki
Leyfishafi skal gefa út skilríki til starfsmanns, sem sinnir framkvæmd öryggisþjónustu, og skal starfsmaðurinn bera það á sér við framkvæmd starfa sinna. Í slíku skilríki skal meðal annars koma fram hver sé leyfishafi og nafn starfsmanns ásamt mynd.
Þjónustuaðili
Lögreglan