Tryggingar í vísindarannsóknum
Samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu eiga þátttakendur í vísindarannsókn sem verða fyrir tjóni í tengslum við rannsókn, almennt sama rétt til bóta fyrir tjón sitt og aðrir sjúklingar.
Þegar lög um sjúklingatryggingu gilda ekki um bætur til þátttakenda í vísindarannsókn er almennt gerð krafa um að rannsakendur kaupi sérstaka tryggingu fyrir þátttakendur ef þátttaka í rannsókninni felur í sér áhættu.
Áður en leyfi er veitt fyrir rannsókn, skoðar vísindasiðanefnd eða önnur siðanefnd hvort viðeigandi tryggingar séu til staðar fyrir þátttakendur. Þátttakendur í vísindarannsókn geta nálgast upplýsingar um tryggingar hjá ábyrgðarmanni rannsóknarinnar eða hjá þeirri siðanefnd sem heimilaði rannsóknina