Fara beint í efnið
Vísindasiðanefnd Forsíða
Vísindasiðanefnd Forsíða

Vísindasiðanefnd

Tryggingar í vísindarannsóknum

Samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu eiga þátttakendur í vísindarannsókn sem verða fyrir tjóni í tengslum við rannsókn, almennt sama rétt til bóta fyrir tjón sitt og aðrir sjúklingar.

Þegar lög um sjúklingatryggingu gilda ekki um bætur til þátttakenda í vísindarannsókn er almennt gerð krafa um að rannsakendur kaupi sérstaka tryggingu fyrir þátttakendur ef þátttaka í rannsókninni felur í sér áhættu.

Áður en leyfi er veitt fyrir rannsókn, skoðar vísindasiðanefnd eða önnur siðanefnd hvort viðeigandi tryggingar séu til staðar fyrir þátttakendur. Þátttakendur í vísindarannsókn geta nálgast upplýsingar um tryggingar hjá ábyrgðarmanni rannsóknarinnar eða hjá þeirri siðanefnd sem heimilaði rannsóknina

Vísindasiðanefnd

Heim­il­is­fang

Borgartún 21, 4. hæð

Hafa samband

vsn@vsn.is

+354 551 7100

kt. 680800-2510

Síma­tími

Kl: 10:00 - 14:00