Fara beint í efnið
Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Loftslagsstefna

Yfirmarkmið

Vinnumálastofnun hefur sett sér þau markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% á ársverk fyrir árið 2030 miðað við árið 2019 og taka virkan þátt í baráttunni með loftslagsbreytingar til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.

Vinnumálastofnun ætlar auk þess að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki með því að draga úr mengun og hverskonar sóun.

Gildissvið

Vinnumálastofnun mun reyna eftir fremsta megni að mæla þá umhverfisþætti sem falla undir umfang loftslagsstefnunnar og tekur stefnan til umhverfisáhrifa af innri rekstri Vinnumálastofnunar á öllum starfsstöðvum. Fyrir þær starfsstöðvar þar sem gögnum er ábótavant verður losun áætluð útfrá þeim mælingum sem liggja fyrir, auk þess sem leitast verður eftir því að bæta mælingar á gildistíma stefnunnar.

Umfang

Loftslagsstefnan fjallar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt leiðbeiningum um Loftslagsstefnu opinberra aðila. Stefnan tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem verður bæði hægt að fylgjast með og mæla hverju sinni:

Úrgangur

  • Endurvinnsluhlutfall

  • Heildarmagn úrgangs

  • Magn útprentaðs skrifstofupappírs

  • Losun gróðurhúsalofttegunda vegna blandaðs úrgangs

  • Losun gróðurhúsalofttegunda vegna lífræns úrgangs

Samgöngur

  • Losun gróðurhúsalofttegunda vegna aksturs á bifreiðum stofnunarinnar

  • Losun gróðurhúsalofttegunda vegna aksturs á bílaleigu- og leigubílum

  • Losun gróðurhúsalofttegunda vegna flugferða starfsmanna innanlands

  • Losun gróðurhúsalofttegunda vegna flugferða starfsmanna erlendis

  • Fjöldi samgöngusamninga sem stofnunin gerir við starfsmenn

Innkaup

  • Magn skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir inn

  • Hlutfall umhverfisvottaðrar prentþjónustu sem stofnunin kaupir

  • Magn á innkaupum á ýmsum rekstrarvörum sem stofnunin kaupir

Orkunotkun

  • Rafmagnsnotkun

  • Heitavatnsnotkun

Áherslur í umhverfis- og loftslagsmálum

Stofnunin gerir ráð fyrir að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% á ársverk miðað við árið 2019. Til þess að ná þeim markmiðum mun Vinnumálastofnun halda áfram þeirri vinnu sem byrjað var á árið 2019 þegar fyrsta skrefið var tekið í Grænum skrefum. 8 af 9 starfsstöðvum hafa náð skrefi 1 og 2 og var tekin ákvörðun í upphafi árs 2021 að leggja áherslu á að allar starfsstöðvar verði samstíga í því að taka skrefin og er stefnt á að skrefi 3 og 4 verði náð fyrir lok árs 2021.

Megin áherslur stofnunarinnar eru eftirfarandi:

  • Drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna og eflum fjarfundarmenningu

  • Aukum endurvinnslu og drögum úr úrgangsmyndun og losun gróðurhúsalofttegunda vegna úrgangs

  • Hugum að orkusparnaði og drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna orkunotkunar

  • Fræðum starfsfólk um innra umhverfisstarf og önnur umhverfismál

  • Stuðlum að bindingu með ábyrgri og sjálfbærri pappírsnotkun

  • Stundum umhverfisvæn innkaup

  • Fylgjum Grænum skrefum

  • Kolefnisjöfnum losun okkar með ábyrgum hætti

  • Kynnum okkur tæknilegar lausnir sem auðvelda umhverfisstarf

Eftirfylgni

Vinnumálastofnun heldur Grænt bókhald og skilar árlega inn Grænu bókhaldi í gegnum Gagnagátt Umhverfisstofnunar. Rýnt verður í Loftslagsstefnuna á hverju ári af stýrihóp umhverfismála og verður hún uppfærð með tilliti til þróunar í losun gróðurhúsalofttegunda milli ára. Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu og mun Vinnumálastofnun kappkosta við að framfylgja markmiðum hins opinbera í umhverfismálum.

Loftslagsstefna Vinnumálastofnunar tekur mið af:

Loftlagsstefna Vinnumálastofnunar er samþykkt af yfirstjórn stofnunarinnar 28. júní 2021.