Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Yfirlýsing frá Vinnumálastofnun vegna umfjöllunar í Morgunblaðinu um tóm húsnæði í leigu stofnunarinnar fyrir umsækjendur um vernd

5. júní 2025

Að gefnu tilefni vegna fréttar Morgunblaðsins í dag 05. júní, vill Vinnumálastofnun koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu:

Vegna umfjöllunar í Morgunblaðinu um tómt húsnæði sem Vinnumálastofnun hefur á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, vill stofnunin taka fram eftirfarandi:

Þegar fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd náði hámarki, um þrjú þúsund manns, hafði Vinnumálastofnun samtals 27 eignir og 93 hótelherbergi á leigu til að tryggja þeim nauðsynlegt húsnæði.

Stofnunin vill árétta að í dag hefur hún fimmtán eignir á leigu og þar af standa sex þeirra tómar. Fimm leigusamningar renna út á næstu þremur mánuðum og verður enginn þeirra endurnýjaður. Leigusamningar fyrir þessar eignir eru óuppsegjanlegir á leigutímanum og stafar það af því að samningarnir voru gerðir til skemmri tíma með það að markmiði að ná sem hagstæðustu leiguverði.

Reynt hefur verið að framselja eða nýta húsnæðið á annan hátt meðan það stendur tómt. Eitt húsnæði var tekið yfir af annarri opinberri stofnun og í öðru tilviki var húsnæðið framleigt til utanaðkomandi aðila.