Vestmannaeyjar þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
17. mars 2023
Með samningnum mun Vestmannaeyjar þjónusta allt að 30 umsækjendur fyrir hönd Vinnumálastofnunar.
Gísli Davíð Karlsson f.h. Vinnumálastofnunar og íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja undirrituðu í gær samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Með samningnum mun Vestmannaeyjar þjónusta allt að 30 umsækjendur fyrir hönd Vinnumálastofnunar. Fyrstu umsækjendur um alþjóðlega vernd fluttu til Vestmannaeyja í febrúar. Samningurinn gildir út árið 2023.
Þá hefur einnig verið undirritaður samningur um samræmda móttöku flóttaafólks milli Vestmannaeyja, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Fjölmenningarseturs sem tryggir áframhaldandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi.