Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Unndís - nýtt verkfæri til að efla inngildingu og fjölga hlutastörfum

8. október 2025

Nýr vefur, Unndís.is er nú komin í loftið. Unndís styður fyrirtæki og stofnanir við að skapa inngildandi vinnustaði og stuðla að fjölgun hlutastarfa fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Unndís styður fyrirtæki og stofnanir við að skapa inngildandi vinnustaði og stuðla að fjölgun hlutastarfa fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Verkefnið er samstarfsverkefni Öryrkjabandalagsins og Vinnumálastofnunar og byggir á stefnu Sameinuðu þjóðanna um þátttöku fatlaðs fólks (UNDIS – United Nations Disability Inclusion Strategy), er leiðarvísir og verkfæri með innbyggðu matskerfi sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt til að efla fjölbreytileika og inngildingu í starfi.

Breytingar sem tóku gildi 1. september 2025 á örorkulífeyriskerfinu fela í sér nýja hugsun sem ætlað er að hvetja til aukinnar atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu. Með þessum breytingum er gert ráð fyrir að fleiri, sem búa yfir reynslu og sérþekkingu en hafa misst hluta af starfsgetu sinni, leiti aftur út á vinnumarkaðinn.

unndis.is