Skráð atvinnuleysi í nóvember var 4,3%
10. desember 2025
Skráð atvinnuleysi í nóvember var 4,3% og jókst um 0,4% frá síðasta mánuði. Í nóvember 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,7%.

Að meðaltali voru 8.749 atvinnulausir í nóvember, 5.130 karl og 3.620 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 720 manns milli mánaða. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í nóvember eða 8,6% og hækkaði úr 7,1% frá fyrri mánuði.