Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi. Bein útsending 1. september kl. 11.
29. ágúst 2025
Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi 1. september og markar tímamót. Breytingarnar eru umfangsmiklar og fela í sér nýja nálgun.

Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi 1. september og markar tímamót. Breytingarnar eru umfangsmiklar og fela í sér nýja nálgun. Nýja kerfið er einfaldara, greiðslur hækka, dregið er úr tekjutengingum og fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði kjósi það svo. Stuðningur er aukinn við fólk í endurhæfingu og áhersla lögð á að hindra að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat.
Í tilefni dagsins stendur félags- og húsnæðismálaráðuneytinu fyrir fundi í streymi þann 1. september kl. 11:00 þar sem farið verður yfir þær umbætur sem nýja kerfið hefur í för með sér. Hlekkur á fundinn verður á vef Stjórnarráðsins.