Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Vinnumálastofnun Forsíða
Vinnumálastofnun Forsíða

Vinnumálastofnun

Íslenskur vinnumarkaður árið 2025

29. janúar 2026

Vinnumálastofnun hefur gefið út skýrslu um vinnumarkaðinn fyrir árið 2025.

Í skýrslunni er farið yfir helstu þætti innlends vinnumarkaðar og rýnt í þróun milli landssvæða og hópa á vinnumarkaði eftir aldri, kyni og uppruna. Einnig verður spáð fyrir um þróun atvinnuleysis árið 2026.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að atvinnuleysi hækkaði árið 2025 og var 3,9% fyrir árið sem heild samanborið við 3,5% árið 2024. Mest var aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum en þar er ferðaþjónusta mikilvæg atvinnugrein og fall Play hafði þar neikvæð áhrif. Kólnunar á vinnumarkaði gætir þó í fleiri greinum og jókst atvinnuleysi í byggingariðnaði og öðrum iðnaði.

Samkvæmt spá Vinnumálastofnunar er gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í ár samhliða hægari takti í hagkerfinu og verði á bilinu 4,2-4-4%.