Fimm reglugerðir sem tengjast umfangsmiklum breytingum á örorku- og endurhæfingarkerfinu
29. ágúst 2025
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað fimm reglugerðir sem allar tengjast nýju örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi þann 1. september nk.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað fimm reglugerðir sem allar tengjast nýju örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi þann 1. september nk. Nýja kerfið er einfaldara, greiðslur hækka, dregið er úr tekjutengingum og fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði kjósi það svo. Stuðningur er aukinn við fólk í endurhæfingu og áhersla lögð á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Unnið hefur verið að reglugerðunum síðastliðna mánuði þvert á stofnanir og fagaðila.
Ein reglugerðanna fjallar um vinnumarkaðsúrræði og felur í sér stuðning við einstaklinga sem fá hlutaörorkulífeyri og hafa verið metnir með 26–50% starfsgetu. Atvinnurekendur sem ráða slíka einstaklinga geta fengið styrk sem miðast við grunn atvinnuleysisbóta og 11,5% lífeyrissjóðsframlag. Styrkurinn er veittur í allt að 12 mánuði, með möguleika á framlengingu í sex mánuði.
Með þessum breytingum er stigið mikilvægt skref í átt að virkari vinnumarkaði þar sem markmiðið er að skapa raunhæf tækifæri fyrir fleiri til að taka þátt í atvinnulífinu