Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi
18. desember 2025
Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi.

Breytingarnar fela í sér að frá og með 1. janúar 2026 hækka hámarksgreiðslur í 900.000 kr. til allra foreldra í fæðingarorlofi eða sorgarleyfi sem eiga rétt á slíkum greiðslum frá þeim tíma.
Greitt er eftir á fyrir undanfarandi mánuð í fæðingarorlofi eða sorgarleyfi og koma fyrstu hámarksgreiðslur því til útborgunar um mánaðamótin janúar/febrúar nk.