Fara beint í efnið
Sýslumenn Forsíða
Sýslumenn Forsíða

Sýslumenn

Traust til sýslumanna mælist gott

11. febrúar 2019

Í viðamikilli könnun sem nýlega var gerð á viðhorfi til þjónustu sýslumanna, trausts á embættum þeirra auk fleiri atriða kemur fram að almennt er borið mikið traust til sýslumanna og ánægja er með þjónustu þeirra.

Ánægja með þjónustu sýslumanna - Heildarskýrsla

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru sem hér segir:

  • Ríflega helmingur landsmanna eða 54% hafa nýtt sér þjónustu embættis sýslumanna á sl. 12 mánuðum.

  • Þrír af hverjum 10 hafa aflað sér upplýsinga af vefnum syslumenn.is á sl. 12 mánuðum.

  • Í skýrslunni er sýndur samanburður við mælingu Gallup á trausti til stofnana frá febrúar 2018. Rúmlega helmingur landsmanna segjast bera mikið traust til embætta sýslumanna, eða 53%.

  • Meðal þeirra sem nýtt hafa sér þjónustu sýslumanna eru konur marktækt ánægðari með þjónustuna en karlar og er eldra fólk ánægðari en yngra fólk. Fólk búsett utan höfuðborgarsvæðisins er sömuleiðis ánægðari með þjónustuna en þeir sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Könnunin í heild sinni (pdf)

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15