Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Tvenn verðlaun til Ísland.is

31. mars 2023

Verkefni á vegum Stafræns Íslands unnu rétt í þessu til tvennra verðlauna á Íslensku vefverðlaununum fyrir árið 2022.

svef 2022

Verkefni á vegum Stafræns Íslands unnu rétt í þessu til tvennra verðlauna á Íslensku vefverðlaununum fyrir árið 2022.

Um er að ræða verkefnin Mínar síður Ísland.is sem vefkerfi ársins og Innskráning fyrir alla sem tæknilausn ársins.

Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands

Við erum virkilega stolt af þessum árangri sem við höfum náð með okkar samstarfsstofnunum og samstarfsteymum. Þetta er stórt samfélag sem á þessi verðlaun en allir að baki Ísland.is samfélagsins brenna fyrir að bæta stafræna þjónustu hins opinbera og einfalda líf fólks hér á landi.

Íslensku vefverðlaunin voru veitt í 22. skipti en það eru Samtök vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi, sem standa fyrir verðlaununum.

Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að Ísland verði í fremstu röð í opinberri, stafrænni þjónustu og sýna kannanir að vinnunni miðar vel áfram. Stafræn þjónusta er þegar farin að einfalda líf fólks, spara tíma á sama tíma og þjónustan batnar.

Verkefni Stafræns Íslands hlutu sömuleiðis tilnefningu í eftirfarandi flokkum en mikill heiður að hljóta tilnefningu.

Tilnefningarnar sjö voru:
• Ísland.is appið í flokknum App ársins
• Ísland.is í flokknum Opinber vefur ársins
• Réttarvörslugátt í flokknum Stafræn lausn ársins
• Innskráning fyrir alla í flokknum Tæknilausn ársins
• Mínar síður Ísland.is í flokknum Vefkerfi ársins
• Innskráning fyrir alla í flokknum Vefkerfi ársins
• Umsóknarkerfi Ísland.is í flokknum Vefkerfi ársins

Verkefnastofa um Stafrænt Ísland er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og er þar unnið að því að bæta stafræna þjónustu hins opinbera.