Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf júní 2021

30. júní 2021

Á þessum síðustu dögum núgildandi útboðs er verið að gefa út fjölda verkefna allt frá litlum til risavaxinna og þar með talin verkefni sem verður byggt á til framtíðar. Kjarnaþjónustur á við Mínar síður, Innskráningarþjónustu sem og Umboðskerfi Ísland.is eru komar í BETA prófanir.

Samkeppnishæfni

Nýtt landslið Ísland.is

Á þessum síðustu dögum núgildandi útboðs er verið að gefa út fjölda verkefna allt frá litlum til risavaxinna og þar með talin verkefni sem verður byggt á til framtíðar. Kjarnaþjónustur á við Mínar síður, Innskráningarþjónustu sem og Umboðskerfi Ísland.is eru komar í BETA prófanir. 

Útboðsferli eru sömuleiðis allnokkur þar sem útboð um rafrænar undirritanir er lengst komið í ferlinu, von er á útboði fyrir spjallmenni fyrir Ísland.is sem og "ticketingkerfi" Ísland.is. 

Útboð hugbúnaðarfyritækja er opið til 19. júlí. Nánari upplýsingar um útboð má finna á Útboðsvefur.is.


Tengjum ríkið 26.08

Tengjum ríkið

Ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera verður haldin fimmtudaginn 26. ágúst.

Taktu daginn frá!

Kennarar leyfisbref

Leyfisbréf kennara stafræn

Komin er tenging á milli HÍ og MMS í gegnum Strauminn (x-road) og geta nú brautskráðir kennarar nálgast leyfisbréf sitt á Mínum síðum Ísland.is.

Leyfisbréf kennara


Dómstólar

Útgáfa og innlögn lögmannsréttinda stafræn

Umsóknir um málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti eru orðnar stafrænar og tilkynning um innlögn lögmannsréttinda er einnig orðin stafræn.

Lesa frétt um stafrænar umsóknir


Átt þú von á barni?

Prófanir á umsókn um fæðingarorlof 

Auglýst var eftir verðandi foreldrum til þátttöku í lokaprófunum á stafrænni umsókn Vinnumálastofnunar um fæðingaorlof. Á annað hundrað manns gáfu kost á sér í prófanir sem eru nú í fullum gangi. 

Lesa nánar um stafræna umsókn


postholf breyting

Stafrænt pósthólf samþykkt á Alþingi

Skilvirkni og gagnsæi eykst og opinber þjónusta batnar með nýsamþykktum lögum Alþingis um stafrænt pósthólf.

Lesa frétt um stafrænt pósthólf


Einstaklingur vefþjónusta

Vefþjónustan "Einstaklingar" aðgengileg

Nú er þeim merka áfanga náð að vefþjónustan Einstaklingur er komin upp á endanlegum stað í raunumhverfi X-Road/Straumsins og nauðsynlegum prófunum lokið.

Skoða vefþjónustuna "Einstaklingur"


Ísland.is blátt merki

Ísland.is

Í meðfylgjandi kynningarmyndbandi er tekinn saman tilgangur og framtíðarsýn Ísland.is sem verður í sífelldri þróun næstu árin.


Horfa á kynningarmyndband


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Ísland.is app - BETA prófanir

  • Mínar síður - BETA prófanir

  • Innskráningarþjónusta - BETA prófanir

  • Umsókn um fæðingarorlof - prófanir

  • Rafrænar greiðsluáætlanir

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga Íslands

  • Umboðskerfi

  • Umsókn um fullnaðarskírteini

  • Undirskriftar- og meðmælendalistar rafrænir

  • Stafrænn samningur um lögheimili barns

  • Vefur fyrir Útlendingastofnun

  • Vefur fyrir Sjúkratrygginar Íslands

  • Reglugerðarvefur

Kveðja starfsfólk,
Stafræns Íslands


Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni.  Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.