Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Fæðingarorlof – stafræn umsókn

Stafræn umsókn um fæðingarorlof fyrir verðandi foreldra á almennum vinnumarkaði og sjálfstætt starfandi er nú í prófunum.

Átt þú von á barni og hefur áhuga á að taka þátt í notendaprófunum vegna stafrænnar umsóknar um fæðingarorlof?

Með þátttöku í prófunum getur þú haft bein áhrif á stafræna umsókn um fæðingarorlof, bætt þjónustuna til framtíðar og sparað ótal bílferðir og pappírsvinnu.

Sendu okkur endilega póst á island@island.is með upplýsingum um:
- Nafn
- Kennitölu
- Áætluðum fæðingardegi

Verðandi foreldri sem er sjálfstætt starfandi eða í meira en 25% starfi í 6 mánuði fyrir fæðingardag barns á rétt á launuðu fæðingarorlofi í fjóra mánuði eftir fæðingu, ættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur. Því til viðbótar eru tveir mánuðir sameiginlegir. Greiðslur eru tekjutengdar og nema 80% af meðaltali heildarlauna, að hámarki 600.000 kr. á mánuði.

Hefja má töku fæðingarorlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag.

Skila þarf umsókn 6 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag eða ef barn er þegar fætt, 6 vikum fyrir upphaf töku fæðingarorlofs.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun