Fara beint í efnið

24. júní 2021

Útgáfa og innlögn lögmannsréttinda stafræn

Umsóknir um málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti eru orðnar stafrænar og tilkynning um innlögn lögmannsréttinda er einnig orðin stafræn.

Dómstólar

Umsóknir um málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti eru orðnar stafrænar. Hægt er að nálgast þær og frekari upplýsingar um skilyrði sem þarf að uppfylla á eftirfarandi hlekkjum:

Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi

Leyfi til málflutnings fyrir Landsrétti

Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti

Tilkynning um innlögn lögmannsréttinda er einnig orðin stafræn. Ef lögmaður með virk lögmannsréttindi ætlar ekki að starfa sem lögmaður eða getur ekki uppfyllt skilyrðin fyrir handhöfn réttindanna ber viðkomandi að leggja inn réttindi sín.

Tilkynninguna sem og frekari upplýsingar er hægt að nálgast á eftirfarandi slóð:

Innlögn lögmannsréttinda

Að lokum er svo einnig hægt að nálgast stafrænt, umsókn um afhendingu lögmannsréttinda á eftirfarandi slóð:

Afhending lögmannsréttinda

Stafrænum umsóknum heldur áfram að fjölga hjá embættum sýslumanna og eru þær liður í að mæta mikilli aukningu í stafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslulausnum. Öll afgreiðsla verður því notendavænni og þjónustan sækir nauðsynleg gögn með stafrænum hætti.