Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Innlögn lögmannsréttinda

Tilkynning um innlögn lögmannsréttinda

Ef lögmaður með virk lögmannsréttindi ætlar ekki að starfa sem lögmaður, eða getur ekki uppfyllt skilyrðin fyrir handhöfn réttindanna, ber viðkomandi að leggja inn réttindi sín til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra. Á meðan réttindin liggja inni eru þau óvirk og lögmaður getur ekki tekið að sér þau störf sem lögmenn einir vinna og ber ekki að uppfylla þær skyldur sem lagðar eru á lögmenn.

Ferlið

Rafræn tilkynning um innlögn réttinda

Frumrit af leyfisbréfinu þarf að senda með bréfpósti til:
Sýslumannsins á Norðurlandi eystra
Gránugötu 4-6
580 Siglufirði

Þegar sýslumaður hefur móttekið þessi gögn er innlögnin auglýst í Lögbirtingarblaðinu og tilkynning send til Lögmannafélags Íslands.

Lögmaður getur óskað eftir því að fá leyfið aftur án endurgjalds ef hann uppfyllir skilyrði þess að vera lögmaður.

Lög og reglugerðir

Lög nr. 77/1998 um lögmenn

Tilkynning um innlögn lögmannsréttinda