Fara beint í efnið

Úttekt á innlögðum lögmannsréttindum

Umsókn um afhendingu lögmannsleyfis

Hægt er að fá innlagt lögmannsleyfi afhent þegar umsækjandi hefur í hyggju að starfa sem lögmaður og uppfyllir þá öll skilyrði til þess að vera lögmaður. Ekkert gjald er tekið fyrir að fá réttindin afhent.

Ferlið

Rafræn umsókn.

Sýslumaður gengur úr skugga um að viðkomandi uppfylli skilyrði þess að vera lögmaður. Að því loknu er leyfið gert virkt og leyfisbréf viðkomandi sent í pósti, ef það er til staðar.
Auglýsing um að leyfið sé virkt er birt í Lögbirtingablaðinu og tilkynning send til Lögmannafélags Íslands.

Umsókn um afhendingu lögmannsleyfis