Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Aðalskipulag

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélags. Þar er sett fram stefna og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Stefna sem sett er fram í aðalskipulagi er útfærð nánar í deiliskipulagi fyrir einstök hverfi eða reiti.

Í kortavefsjá má nálgast upplýsingar um stöðu aðalskipulags á öllu landinu.

Á Skipulagsgátt má finna upplýsingar um skipulag í vinnslu.

Gerð aðalskipulags

Sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð aðalskipulags. Skipulagsnefnd sveitarfélags annast gerð aðalskipulags í umboði sveitarstjórnar.

  • Í upphafi kjörtímabils skal sveitarstjórn taka afstöðu til þess hvort endurskoða skuli gildandi aðalskipulag.

  • Aðalskipulag tekur gildi þegar það hefur verið samþykkt af sveitarstjórn og staðfest af Skipulagsstofnun.

  • Kostnaður við gerð aðalskipulags greiðist til helminga af hlutaðeigandi sveitarfélagi og Skipulagssjóði. Umsókn um kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði má nálgast á þjónustusíðum Skipulagsstofnunar.

Stafrænt aðalskipulag

Aðalskipulag er unnið með stafrænum hætti. Gerð stafræns aðalskipulags felur í sér að skipulagsgögn eru unnin með samræmdum hætti í landupplýsingakerfi. Þegar aðalskipulag er lagt fram til afgreiðslu Skipulagsstofnunar er gögnum skilað á stafrænu formi auk hefðbundinna skipulagsgagna. Aðalskipulag er sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum eins og áður. Nánari upplýsingar um landupplýsingar og stafrænt aðalskipulag.

Ferli aðalskipulagsgerðar

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram