Táknmálseyja
28. ágúst 2025
kl. 14:30 til 16:00
Laugavegur 166 , 5. hæð
Bæta við í dagatal
Samskiptamiðstöð stendur fyrir reglulegum samverustundum táknmálsbarna sem nefnist Táknmálseyja.
Táknmálsbörn af táknmálssviði Hlíðaskóla auk annarra barna og ungmenna úr öðrum skólum á landinu koma saman á Samskiptamiðstöð alla fimmtudaga frá klukkan 14 til 16.
Þessi samverustund fer alfarið fram á íslensku táknmáli undir leiðsögn táknmálskennara Samskiptamiðstöðvar.
Markmið er að tengja saman táknmálsbörn á öllum aldri í leik og starfi.