Táknmálseyja - Riddarar kærleikans
29. ágúst 2025
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hlaut á dögunum styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands fyrir verkefnið Táknmálseyja – Riddarar kærleikans.

Verkefnið, Táknmálseyja – Riddarar kærleikans, miðar að því að táknmálseyjubörnin fái tækifæri til að taka þátt í þjóðarátaki Forseta Íslands þar sem hún hefur með átakinu, Riddarar kærleikans, kallað eftir að þjóðin sameinist í því að ráðast að rótum vandans. Þar sem markmiðið er að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.
Okkar markmið með þessu verkefni er að táknmálseyjubörnin fái tækifæri til að þátt í því átaki. Að þau séu ekki bara áhorfendur heldur þátttakendur. Að þau fái pláss líkt og önnur börn í íslensku samfélagi. Að þau séu læs á þá menningu sem hér ríkir og að þau taki þátt í að miðla henni áfram.
Á haustmisseri ætlum við að einblína á fræðslu í þessu átaksverkefni þjóðarinnar með því að þýða lagið, Riddarar kærleikans, á íslenskt táknmál, rýna textann og að þau fái almenna fræðslu samhliða um þetta verkefni. Við höfum tengt okkur við listakonuna Kolbrúnu Völkudóttur sem mun vinna með börnunum að þýðingu lagsins og vera listrænn stjórnandi útfærslunnar.
Verkefnið snýr líka að því að gera þau og íslenskt táknmál sýnilegt. Að gefa táknmálsbörnunum tækifæri á að taka þátt í menningarlífi þjóðarinnar. Að táknmálsbörnin fái pláss. Verkefnið hefur mikið fræðslugildi en líka listrænt gildi.
