Nýr fagstjóri rannsókna
28. maí 2024
Guðný Björk Þorvaldsdóttir ráðin í starf fagstjóra rannsókna á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Guðný Björk Þorvaldsdóttir hefur verið ráðin í starf fagstjóra rannsókna á SHH en fagstjóri rannsókna ber faglega ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun rannsóknastarfs á vegum stofnunarinnar.
Guðný Björk er með B.A. gráðu í táknmálsfræði- og táknmálstúlkun frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið tveimur meistaragráðum, annars vegar M.A. í rannsóknum frá Institute of Technology Blanchardstown og hins vegar M.Phil gráða í málvísindum frá Trinity háskólanum í Dublin með áherslu á rannsóknir á íslensku táknmáli og írsku táknmáli. Guðný Björk hefur kennt námskeið í málvísindum og táknmálsfræðum á háskólastigi bæði hérlendis og erlendis. Guðný Björk hefur reynslu af vinnu við málheild írsks táknmáls auk þess sem hún hefur áralanga reynslu af störfum með táknmálsbörnum.