Mikilvægi fjölbreytts námsefnis
23. ágúst 2024
Síðastliðinn mánudag, sýndi Júlía G. Hreinsdóttir, fagstjóri kennslu á SHH, námsgögn sem SHH hefur komið að gerð, bæði fyrir kennslu á og í íslensku táknmáli.
Síðastliðinn mánudag stóðu Samtök íslenskra menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, mennta- og barnamálaráðuneytið, Rannís ásamt skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fyrir málstofu til að auka umræðu um námsefnisgerð og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag. Markmið málstofunnar var að ræða mikilvægi fjölbreytts námsefnis sem ætlað er að styðja við inngildandi skólastarf auk þess að vekja athygli á skorti sem er á námsefni hér á landi. Júlía G. Hreinsdóttir, fagstjóri kennslu á Samskiptamiðstöð, tók þátt og sýndi námsgögn sem SHH hefur komið að gerð, bæði fyrir kennslu á og í íslensku táknmáli.