Málhafar ÍTM, fæddir 1900 - 1949
27. september 2024
Í stefnu Samskiptamiðstöðvar fyrir árin 2024-2026 kemur fram að reyna á að auka framboð af útgefnu táknmálsmenningarefni, þar á meðal með birtingu viðtala við málhafa íslensks táknmáls á SignWiki.
Birting viðtala við málhafa er einnig í samhengi við það markmið stjórnvalda að efla þjónustu við táknmálsfólk, eins og fram kemur í fjármálaáætlun 2025-2029, og málstefnu íslensks táknmáls, þar sem lögð er áhersla á varðveislu málsins og að varðveitt efni sé birt almenningi.
Í tilefni alþjóðaviku döff árið 2024 birtir SHH því á SignWiki viðtöl við tvo af elstu málhöfunum sem upptökur eru til af. Það eru þær Sigríður Kolbeinsdóttir, sem var fædd árið 1900 og Paula Elínborg Michelsen, sem var fædd 1911. Viðtölin má finna á SignWiki undir “Sögur og menning”, í undirflokki sem ber nafnið “Málhafar ÍTM, fæddir 1900-1949“. Sum viðtalanna er hægt að horfa á með íslenskri þýðingu, en unnið er að því á SHH að klára að þýða viðtölin og texta þau til fulls.
Hér er slóð á Signwiki síðuna: https://is.signwiki.org/index.php/Flokkur:Málhafar_ÍTM,_fæddir_1900-1949