Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Forsíða
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra Forsíða

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Læsi á íslensku táknmáli - ÍTM söguskjóða

25. ágúst 2025

Samskiptamiðstöð fékk á dögunum styrk frá Rannís úr Sprotasjóði leik-grunn og framhaldsskóla. Styrkurinn er fyrir samvinnuverkefni með leikskólanum Sólborg sem heitir Læsi á íslensku táknmáli – ÍTM söguskjóða.

Verkefnið „ÍTM söguskjóða“ snýst um að þróa aðferðir til sögulesturs og samskipta á ÍTM í gegnum söguskjóðu. Útbúinn verður poki með hlutum sem tilheyra ákveðinni sögu og táknabók þar sem lykiltákn sögunnar eru sett fram á myndrænan hátt sem er aðlaðandi fyrir börnin. Einnig verður sagan tekin upp á ÍTM og búnar til leiðbeiningar um notkun námsefnisins, bæði á íslensku og ÍTM. Sögulestur á táknmáli er mjög mikilvægur fyrir málþroska barna, hljóðkerfisvitund á táknmáli, eykur táknforða þeirra og styður þannig við læsi. Ákveðið var að velja ævintýrið Gullbrá og birnirnir þrír sem efnivið söguskjóðunnar.

Hér má sjá frétt frá stjórnarráðinu um úthlutun styrksins: Stjórnarráðið | Úthlutun úr Sprotasjóði 2025

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Myndsímatúlkun er opin alla virka daga frá kl. 10 - 14

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Myndsímatúlkun er opin alla virka daga frá kl. 10 - 14

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

shh-logo
sign-wiki
facebook-logo
youtube-logo