Læsi á íslensku táknmáli - ÍTM söguskjóða
25. ágúst 2025
Samskiptamiðstöð fékk á dögunum styrk frá Rannís úr Sprotasjóði leik-grunn og framhaldsskóla. Styrkurinn er fyrir samvinnuverkefni með leikskólanum Sólborg sem heitir Læsi á íslensku táknmáli – ÍTM söguskjóða.
Verkefnið „ÍTM söguskjóða“ snýst um að þróa aðferðir til sögulesturs og samskipta á ÍTM í gegnum söguskjóðu. Útbúinn verður poki með hlutum sem tilheyra ákveðinni sögu og táknabók þar sem lykiltákn sögunnar eru sett fram á myndrænan hátt sem er aðlaðandi fyrir börnin. Einnig verður sagan tekin upp á ÍTM og búnar til leiðbeiningar um notkun námsefnisins, bæði á íslensku og ÍTM. Sögulestur á táknmáli er mjög mikilvægur fyrir málþroska barna, hljóðkerfisvitund á táknmáli, eykur táknforða þeirra og styður þannig við læsi. Ákveðið var að velja ævintýrið Gullbrá og birnirnir þrír sem efnivið söguskjóðunnar.
Hér má sjá frétt frá stjórnarráðinu um úthlutun styrksins: Stjórnarráðið | Úthlutun úr Sprotasjóði 2025

