Fara beint í efnið

Alþjóðavika döff og alþjóðadagur táknmála

18. september 2023

Alþjóðavika döff stendur nú yfir dagana 18.-24. september.

Döff fáni

Alþjóðavika döff stendur nú yfir dagana 18.-24. september. Þessa viku standa Alheimssamtök döff og aðildarfélög þeirra fyrir vitundarvakningu um réttindi döff fólks um allan heim. Þema alþjóðavikunnar þetta árið er „Heimur þar sem döff fólk getur talað táknmál alls staðar.“ Lög um Samskiptamiðstöð styðja þessa nálgun en markmið þeirra er að stuðla að því að táknmálsfólk geti sótt þjónustu sem veitt er í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls.

Á alþjóðadegi táknmála 23. september fagnar Samskiptamiðstöð íslensku táknmáli sérstaklega. Í tilefni dagsins og í anda þema alþjóðavikunnar hefur Samskiptamiðstöð útbúið tvö örmyndbönd sem sýna þann gróða sem fólginn er í því að kunna íslenskt táknmál og að íslenskt táknmál er sannarlega hægt að tala alls staðar. Myndböndin má sjá hér til hliðar.

Alheimssamtök döff hafa birt yfirlýsingu um réttindi döff barna og kalla eftir því að samfélög um heim allan lýsi yfir stuðningi við yfirlýsinguna og standi fyrir viðburðum sem varpa ljósi á réttindi döff barna. Félag heyrnarlausra hefur þýtt yfirlýsinguna og er hún hér birt með leyfi félagsins.

Yfirlýsing

Í tilefni alþjóðavikunnar vill Samskiptamiðstöð vekja sérstaka athygli á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir táknmálsbörnum og aðstandendum þeirra á grundvelli íslensks tákmáls og stuðlar að því að þau geti talað táknmál alls staðar.

  • Samskiptamiðstöð veitir táknmálsbörnum, foreldrum og öðrum nánum aðstandendum þeirra aðgengi að endurgjaldslausu námi í íslensku táknmáli og ráðgjöf um máltöku og málþroska táknmálsbarna. Aðgengi að táknmálsnámi og ráðgjöf er ekki háð tilvísunum frá öðrum stofnunum. Öll börn með heyrnarskerðingu og önnur táknmálsbörn auk aðstandenda þeirra eiga lögvarinn rétt til þess að læra íslenskt táknmál. Stofnunin býður upp á einstaklingsmiðaða þjónustu, skipulögð námskeið og fjölskyldusamverustundir. Þá býður stofnunin einnig upp á námskeið í íslensku táknmáli fyrir almenning og stuðlar þannig að almennri þekkingu á íslensku táknmáli í samfélaginu.

  • Samskiptamiðstöð, í samstarfi við Hlíðaskóla og Frístundaheimilið Eldflaugina, stendur fyrir reglulegum samverustundum táknmálsbarna sem nefnist

     

    Táknmálseyja

    Táknmálsbörn af táknmálssviði Hlíðaskóla auk annarra barna og ungmenna úr öðrum skólum á landinu koma saman á Samskiptamiðstöð og eiga samverustund sem fer alfarið fram á íslensku táknmáli undir leiðsögn táknmálskennara Samskiptamiðstöðvar. Táknmálseyja verður m.a. haldin í alþjóðavikunni.

  • Samskiptamiðstöð heldur úti vefsíðunni www.SignWiki.is. Þar er að finna ógrynni af efni um íslenskt táknmál og á íslensku táknmáli, meðal annars ýmiss konar efni sem ætlað er börnum. Efnið getur bæði stutt við máltöku táknmálsbarna og stuðlað að þekkingu annarra barna á íslensku táknmáli.

Litir

Æfingar og táknaforði fyrir börn

Barnasögur þýddar á íslenskt táknmál

Leiðbeiningar um lestur fyrir döff börn

Fræðsluefni um líkama og tilfinningar

Ryþmi og rím fyrir börn

Barnalög þýdd á íslenskt táknmál

Barnaþættir með Tinnu táknmálsálfi

  • Samskiptamiðstöð veitir táknmálsbörnum, líkt og öllu táknmálsfólki, túlkaþjónustu. Meginmarkmið túlkaþjónustu Samskiptamiðstöðvar er að stuðla að ríkari þátttöku og aðgengi táknmálsfólks sem víðast í þjóðfélaginu.

Frekari upplýsingar um þjónustu Samskiptamiðstöðvar er að finna á heimasíðu stofnunarinnar en einnig er hægt að senda fyrirspurn í tölvupósti á shh@shh.is eða hringja í síma 562 7702.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559

Hafðu samband

Sími: 562 7702 

Túlkaþjónusta: tulkur@shh.is

Táknmálskennsla: taknmal@shh.is

Skrifstofa: shh@shh.is

Skrifstofa SHH

Opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 - 15 og föstudaga frá kl. 9 - 12

Túlkaþjónusta í neyðartilvikum utan skrifstofutíma - hafið samband við 112

Heimilisfang

Laugavegur 166, 5. hæð
105 Reykjavík

Staðsetning á korti

kt. 520491-1559