Fara beint í efnið

Rafræn vöktun

Ábyrgðaraðili

Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) kt. 580269-2229, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, s. 463 0100.

Heimild til vöktunar

Vísað er í lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ásamt reglur nr. 50/2023 um rafræna vöktun, er varðar heimildir til rafrænnar sjónvarpsvöktunar.

Persónuupplýsingar

Rafræn vöktun sýnir einstaklinga sem fara um hin vöktuðu rými SAk og háttalag þeirra.

Tilgangur rafrænnar vöktunar

Að tryggja öryggi sjúklinga, gesta, starfsmanna og eigna SAk.

Rafræn vöktun

Rafræn vöktun fer fram á mismunandi stöðum innan alrýmis SAk, sem og lóð sjúkrahússins.

Rafræn vöktun fer fram allan sólahringinn. Allar rafrænar upptökur eru án hljóðs.

Tvennskonar rafræn vöktun:

  • Streymi – sjónvarpsupptökur

    • Sjónvarpsupptökur sýna myndefni í rauntíma, þ.e. ekkert myndefni er vistað.

    • Sjónvarpsupptökur eru einungis sýnilegar vakthafandi starfsmanni/starfsmönnum.

  • Aðrar upptökur

    • Þegar um er að ræða aðrar upptökur þá eru þær vistaðar í allt að 30 daga.

    • Aðgangur að vistuðu myndefni er aðeins aðgengilegt örfáum starfsmönnum SAk.

    • Rík ástæða þarf að vera til staðar til þessa að rýna rafrænar upptökur, t.d. grunur um að refsivert athæfi hafi átt sér stað.

Merkingar

Þar sem að rafrænar upptökur fara fram er að finna merkingar á veggjum með QR-kóða sem hægt er að skanna og þannig komast inn á upplýsingasíðu rafrænnar vöktunar.

Réttur til að leggja fram kvörtun til Persónuverndar

Þeir sem að sæta rafrænni sjónvarpsvöktun hafa rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga um viðkomandi gangi geng lögum um persónuvernd.

Persónuverndarfulltrúi SAk

Hannes Bjarnason, netfang: personuvernd@sak.is