Yfirnæringarfræðingur ráðinn til starfa
7. nóvember 2025
Sara Mist Gautadóttir, klínískur næringarfræðingur, hefur verið ráðinn í starf yfirnæringarfræðings á SAk. Staðan var auglýst til umsóknar í september sl.

Sara Mist lauk meistaranámi í klínískri næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2024. Hún er starfsfólki og sjúklingum SAk ekki ókunn, þar sem hún hefur starfað hér bæði sem meistaranemi í klínískri næringarfræði og síðar í tímabundnu starfi.
Starf yfirnæringarfræðings felur meðal annars í sér að sinna næringarþjónustu innan spítalans, vinna að sérverkefnum tengdum næringu og næringarmeðferðum, auk þess að veita göngudeildarþjónustu.
Sara Mist starfar í nánu samstarfi við Rakel Ósk Björnsdóttur, hjúkrunarfræðing, sem hefur á undanförnum árum sinnt næringartengdri hjúkrun á SAk og er mikilvægur hluti af næringarteyminu.
Við bjóðum Söru Mist hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.