Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Yfirlæknir á SAk tekur virkan þátt í alþjóðlegri hjartaráðstefnu

26. maí 2025

Gunnar Þór Gunnarsson hjartalæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri var meðal virkra þátttakenda á Nordic-Baltic Congress of Cardiology 2025, sem fram fór í Kaupmannahöfn dagana 22.–24. maí.

Um er að ræða stærstu hjartaráðstefnu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem haldin er annað hvert ár, til skiptis í þátttökulöndunum. Árið 2023 var ráðstefnan haldin í Reykjavík, og næst verður hún haldin í Gautaborg vorið 2027.

Gunnar Þór, sem gegnt hefur stöðu ritara Hjartalæknafélags Íslands um árabil, sat í vísindanefnd ráðstefnunnar líkt og áður. Hann tók virkan þátt í yfirferð og vali vísindaerinda, auk þess sem hann skipulagði og stýrði málstofu um arfgenga hjartasjúkdóma. Þar voru kynnt þrjú erindi sem tengjast rannsóknum sem Gunnar tekur sjálfur þátt í.

Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir faglega umræðu og samstarf hjartalækna á svæðinu, þar sem nýjustu rannsóknir og meðferðir eru kynntar og ræddar.