Fara beint í efnið
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Vísindafólkið okkar - Þórhalla Sigurðardóttir

17. júlí 2024

Námsstöður á mennta- og vísindadeild SAk eru ætlaðar fastráðnu starfsfólki í framhaldsnámi sem minnka við sig vinnu vegna vísindavinnu. Í sumar ætlum við að fræðast um rannsakendur í þessum stöðum og verkefnin þeirra. Nú er komið að Þórhöllu Sigurðardóttur sérfræðingi í bráðahjúkrun og aðjunkt við heilbrigðis- viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Þórhalla Sigurðardóttir - Vísindafólkið okkar

Staða í námi:

Undirbúningur fyrir doktorsnám við Karolinska Institutet, Department of Learning, Management, Information and Ethics.

Heiti rannsóknaverkefnis og markmið:

Simulation-based learning for nursing students.

Markmiðið er að bæta hermikennslu og klíníska færni hjúkrunarnema. Með hermikennslu er hægt að auka öryggi sjúklinga en hjúkrunarnemar leysa tilfelli í sviðsettum aðstæðum undir styrkri leiðsögn hermikennslukennara. Nauðsynlegt er að kennarar leiti nýstárlegra leiða til að auka þekkingu hjúkrunarnema í sífellt flóknara vinnuumhverfi. Í hermikennslu er leyfilegt er að gera mistök og þau eru velkomin. Skilningur á öllum þeim hlutverkum sem fylgja hjúkrunarstarfinu er hægt að þjálfa eins og t.d. gagnrýna hugsun, klíníska færni og ákvarðanatöku.

Leiðbeinendur:

Dr. Katri Manninen, dr. Klas Karlgren og dr. Hugrún Ösp Egilsdóttir.

Hvers vegna er rannsókn þín mikilvæg?

Það er mikilvægt að æfa ákvarðanatöku og klíníska færni í öruggu umhverfi. Rannsóknir hafa sýnt að sjálfstraust og öryggi hjúkrunarnema eykst við að taka þátt í hermikennslu. Það hefur verið áskorun að fá kennslu í klínískri færni í verknámi, hermikennsla getur aukið upplifun nemenda og styrkt þá í starfi sínu sem verðandi hjúkrunarfræðingar.

Hvernig hefur SAk stutt þig í vísindavinnunni?

Ég hef bæði fengið styrk frá Vísindasjóði SAk og verið í námsstöðu við mennta- og vísindadeildina. Ég hef því getað undirbúið fyrirhugað doktorsnám ásamt því að stunda rannsóknir og birta greinar í nafni Sjúkrahússins á Akureyri. Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir veittan stuðning, það er góð tilfinning að finna fyrir stuðning frá vinnuveitenda sínum.

Nýlegar greinar:

Ég er meðhöfundur að tveimur greinum sem birtast á þessu ári, fyrri greinin birtist í janúar í Nordicum-Mediterraneum og ber heitið: Health Locus of Control and Psychological and Somatization Disorder in Icelandic Outpatients with Cancer: A quantitative study. Sjá frekari upplýsingar hér.

Seinni greinin er samþykkt til birtingar í Scandinavian Journal of Caring Sciences og ber heitið: Stress, burnout and coping amongst nurses working on acute medical wards and in the community: A quantitative study. Nánar hér.

Námsstöður á mennta- og vísindadeild SAk eru ætlaðar fastráðnu starfsfólki í framhaldsnámi sem minnka við sig vinnu vegna vísindavinnu. Á næstu vikum ætlum við að fræðast um þessa rannsakendur og verkefnin þeirra.