Fara beint í efnið
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Verkfall lækna á SAk

21. nóvember 2024

Félagsmenn í Læknafélagi Íslands hafa samþykkt verkfallsboðun og hafi ekki samist skellur boðað verkfall lækna á eftir nokkra daga eða um miðnætti aðfaranótt mánudagsins 25. nóvember n.k.

SAk

Vinnustöðvun verður sem hér segir:

  • Fyrstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá mánudegi 25. nóvember til fimmtudags 28. nóvember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi.

  • Næstu vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember.

  • Þriðju vikuna verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá mánudegi 9. desember til fimmtudags 12. desember frá miðnætti til kl. 12 á hádegi.

  • Í fjórðu vikunni verða allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til kl. 12 á hádegi mánudaginn 16. desember og miðvikudaginn 18. desember.

Hlé verður á verkfallsaðgerðum frá hádegi 18. desember til miðnættis aðfaranótt 6. janúar 2025.

Verkfallsaðgerðir lækna munu hafa áhrif á þjónustu SAk

Allri bráðaþjónustu verður sinnt en áhrif verkfalla verða helst á valkvæða starfsemi m.a. á skurðaðgerðir og dag- og göngudeildarþjónustu. Einungis verða framkvæmdar bráðaaðgerðir á meðan á verkfalli stendur, lyfjagjöfum krabbameinssjúklinga verður sinnt sem og þeirri göngudeildarþjónustu sem við verður komið.

Skjólstæðingar SAk sem eiga bókaðan tíma í skurðaðgerð eða á dag- og göngudeild er bent á að fylgjast vel með að morgni verkfallsdaga hvort verkfall sé skollið á /eða sé enn í gangi, sjúklingar gætu átt von á afboðun.