Fara beint í efnið
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Undirritun samnings um hönnun nýbyggingar

28. júní 2024

Mikil tímamót í vegferðinni að byggingu nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri

Undirskrift

Samningur um hönnun nýrrar legudeildarbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri var undirritaður í gær. Eins og áður hefur komið fram varð hönnunarhópur Verkís hlutskarpastur úr lokuðu útboði en ásamt Verkís eru þar TBL arkitektar, JCA Ltd. og Brekke & Strand. Fulltrúar ofangreindra aðila undirrituðu samninginn sem einnig var staðfestur af heilbrigðisráðherra. Þessi samningur markar mikil tímamót í vegferðinni að byggingu nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri sem hefur gríðarleg áhrif á aðstöðu sjúklinga sem og starfsumhverfi starfsfólks. Framundan er mikil vinna hönnunarteymis sem mun starfa í nánu samstarfi við NLSH ohf., framkvæmdastjórn og starfsfólk SAk.

Framkvæmdastjórn SAk óskar öllum til hamingju með þennan áfanga og hlakkar til að eiga náið samstarf með starfsfólki og hönnunarhópnum að byggingu nýbyggingarinnar.

Að lokinni undirritun fengu gestir að skoða nýtt hermisetur, undir leiðsögn Odds Ólafssonar, en það er staðsett á nýjum tengigangi SAk og voru gestir mjög hrifnir af þessari frábæru aðstöðu sem gefur starfsfólki tækifæri til þess að efla færni sína í öruggu umhverfi. Heilbrigðisráðherra var hæstánægður með undirritunina og leiðsögnina um hermisetrið og hrósaði jafnframt öllu starfsfólki SAk fyrir þeirra frábæru störf og vísaði sérstaklega til góðrar frammistöðu starfsfólks í nýliðnu hópslysi.

Undirritun II
Undirritun II