Fara beint í efnið
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða
Sjúkrahúsið á Akureyri Forsíða

Sjúkrahúsið á Akureyri

Þróun dag- og göngudeildarþjónustu almennu göngudeildar SAk

17. júlí 2024

Starfsemin í stöðugum vexti.

Almenn göngudeild

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að endurbótum þjónustu almennrar göngudeildar Sjúkrahússins á Akureyri til að koma til móts við ört stækkandi starfsemi deildarinnar. Að baki liggur mikil greiningarvinna sem unnin var af verkefnahópum og í vinnusmiðjum. Breytingarnar sem nú standa fyrir dyrum eru þær sem eru mest aðkallandi en síðar munu fleiri breytingar eiga sér stað.

„Starfsemi á almennu göngudeildinni hefur verið í stöðugum vexti og við teljum það eðlilega framþróun að standa að þessum breytingum og þannig stuðla að því að rétt þjónusta verði á réttum stað. Með þessu er verið að stuðla að því að innlagnir verði styttri og færri á skurð- og lyflækningadeild sjúkrahússins,” segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk.

Breytingarnar taka gildi 15. ágúst og eru eins og hér segir:

Almenna göngudeildin verður þrískipt

Dagdeild lyflækninga - stjórnandi: Inga Margrét Skúladóttir

  • Móttaka dagsjúklinga

  • Speglun

  • Bráðadeild lyflækninga (í þróun)

Göngudeild lyflækninga- stjórnandi: Þórdís Rósa Sigurðardóttir

  • Sérfræðimóttökur lyflækna

  • Sérhæfðar hjúkrunarmóttökur

  • Heimahlynning og líknarmiðstöð

Starfsemi dag- og göngudeildar lyflækninga fer áfram að mestu fram á 1. hæð en móttaka verður í K1 (inngangur D).

Dag- og göngudeild skurðlækninga – stjórnandi: Þórgunnur Birgisdóttir

  • Sáramóttaka

  • Smáaðgerðastofa

  • Brotaendurkomur og starfsemi sem fylgt hefur göngudeild á bráðamóttöku

  • Sérfræðimóttökur skurðlækna

Starfsemi dag- og göngudeildar skurðlækninga verður á gangi inn af biðstofu bráðamóttöku (inngangur C) að undanskildri smáaðgerðarstofu sem verður áfram á 1. hæð dag- og göngudeildar lyflækninga.